VALTÝR PÉTURSSON - Umræður og rifrildi

fimmtudagur, 30. nóvember 2023
VALTÝR PÉTURSSON - Umræður og rifrildi
ÞÉR ER BOÐIÐ Á AÐVENTUOPNUN Í SAFNAHÚSINU Á HÚSAVÍK laugardaginn 2/12 kl. 14. Verið velkomin! Léttar veitingar í boði.
Þann 3. nóvember 1980 færdi listmálarinn Valtýr Pétursson Safnahúsinu á Húsvík 22 myndlistarverk að gjöf sem jafnframt voru veigamesta gjöfin í stofnun Myndlistarsafns Þingeyinga. Sýning á þessum einstöku verkum var opnuð á fyrsta starfsári Safnahússins, nánar tiltekið í nóvember 1980, í myndlistarsalnum á 3. hæð sem helgaður var myndlist frá upphafi.
Við endurtökum nú leikinn og sýnum aftur 22 dýrmæt verk Valtýs Péturssonar, sem við vonumst til að „veki bæði umræður og rifrildi í Þingeyjarsýslum", eins og hann sjálfur komst að orði í ávarpi sem hann flutti við opnun sýningarinnar fyrir 43 árum. Verkin eru fjölbreytt, unnin á tímabilinu frá 1946 til 1978 og ná því yfir mestallan feril listamannsins.