top of page

Val á listamönnum í D-sal Hafnarhúss 2025

508A4884.JPG

fimmtudagur, 10. október 2024

Val á listamönnum í D-sal Hafnarhúss 2025

Á dögunum var auglýst eftir listamönnum til þess að sýna í D-sal Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi fyrir árið 2025. Niðurstöður liggja nú fyrir og voru fjórar umsóknir valdar að þessu sinni. Þau sem munu sýna í D-sal árið 2025 eru Elsa Jónsdóttir, Hugo Llanes, Kristín Helga Ríkharðsdóttir og tvíeykið Sadie Cook & Jo Pawlowska

Alls lýstu 166 listamenn vilja til að sýna í safninu og var farið ítarlega yfir allar tillögur. Auglýst var eftir „listamönnum með skamman feril að baki sem hafa þegar haft mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu.“ Meðal matsatriða dómnefndar var að skoða umfang ferils, sýnileika og áhrif auk gildis verka. Eins var horft til þess að valið endurspegli fjölbreytni í grasrót myndlistar, bæði í hópi sýnenda sem og í efnistökum þeirra.

Dómnefndin var skipuð fólki sem starfar fyrir Listasafn Reykjavíkur og hefur áður komið að sýningarstjórn í D-sal og sýningunni D-vítamín á síðasta ári.
Það er mikill fengur fyrir Listasafn Reykjavíkur að fá allar þær umsóknir sem bárust og vitneskjan um þær upplýsingar sem í umsóknunum voru eru nú hjá góðum hópi fagfólks á sviði myndlistar.

Fyrsta sýning í D-sal verður í byrjun árs 2025.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page