top of page

Upptaka frá kosningafundinum þann 17. nóvember

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. nóvember 2024

Upptaka frá kosningafundinum þann 17. nóvember

Upptaka frá fundinum er aðgengileg hér: https://ljsp.lwcdn.com/api/video/embed.jsp?id=361d1332-ea1e-4626-bf57-f1cc9673dbb4&pi=8d34dc77-11a8-4693-ae29-4a3066eecd93

Fundarstjóri var Vigdís Jakobsdóttir, leikstjóri og menningarráðgjafi.

Í komandi kosningum er nauðsynlegt að listir og menning séu í brennidepli, en beint framlag menningar og skapandi greina á Íslandi er um 3,5% af landsframleiðslu. Á sama tíma og listir og menning skapa störf og bæta samfélagið þá er heildarskerðing fjármagns á milli áranna 2024 og 2025 á sviði menningarmála 365,4 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Ef þessi þróun verður að veruleika mun það hafa neikvæðar afleiðingar á starfsumhverfi listamanna til frambúðar. Menning og listir eru félagslegir margfaldarar og stuðla að bættri samfélagsvelferð, auka samheldni, lífsgæði og hamingju. Listaháskólinn menntar listamenn framtíðarinnar og því skiptir miklu máli að stjórnvöld framfylgi þeim ákvörðunum sem nú þegar hafa verið teknar varðandi að skólinn komist undir eitt þak sem allra fyrst. Dýnamískur Listaháskóli í faglegri aðstöðu undir einu þaki mun skila sér margfalt inn í menningarlíf landsmanna um ókomna framtíð.

Okkar réttur, í lýðræðisþjóðfélagi er að vita hvað bíður okkar vegna þess að þegar kemur að því að kjósa er brýnt að taka upplýsta ákvörðun um það sem er í boði. Á kjördag munum við öll sitja við sama borð, ungir sem aldnir. Við eigum öll þátt í að móta og byggja upp samfélagið. Atkvæði þitt mótar framtíðarhorfur þessa lands.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page