top of page

Unearthed: Sýning í Gróðurhúsi Norræna hússins

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. nóvember 2023

Unearthed: Sýning í Gróðurhúsi Norræna hússins

Unearthed – Uppgrafið, ný sýning í gróðurhúsinu sem stendur dagana 2. Desember til 10. Desember. Verið velkomin á opnun sýningarinnar þann 2. Desember klukkan 14:00.

Fyrir 5200 árum varð eldgos. Með miklum sprengikrafti dreifðist hraun alla leið til Reykjavíkur. Á leið sinni rann hraunið í gegnum víðáttumikið votlendi, grunnt standandi vatn og myndaði að lokum gervigígana Rauðhólar sem enn standa í dag. Eldfjall gaus og náttúran reif í sundur fyrra landslag. Í dag eru Rauðhólar aðeins minning um þetta forna eldgos, upprunalegu formi þeirra og lögun hefur verið raskað og breytt með mannlegum inngripum. Uppgrafnir haugar jarðvegs breyttust að lokum í námu, en var síðan dreift um Reykjavík. Einn áningarstaður jarðvegsins er undir malbiki innanlandsflugvallar Reykjavíkur, vegunum þar í kring og hugsanlega undir Norræna húsinu.

Sýningin Unearthed – Uppgrafið í gróðurhúsi Norræna hússins er rannsókn á svæðinu Rauðhólar, sem staðsett er í Heiðmörk. Sýningin er þverfagleg þar sem sjá má listrannsóknir í bland við jarðfræðirannsóknir. Með hljóðinnsetningu reynir listamaðurinn að endurtengja uppruna ígrædds jarðvegs frá Rauðhólar á nýjum stað. Þessi listræni sögugjörningur gerir áhorfendum kleift að skilja áhrif námuvinnslu í samfélagi okkar sem einn af þeim þáttum sem umbreyta landslaginu mest. Sýningin kannar flækjustig þjóðsagna, jarðfræðilegra atburða og mannlegra áhrifa. Nærveru og fjarveru jarðvegs.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page