top of page

Undanfarið / Of late: Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Rannveig Jónsdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 11. apríl 2024

Undanfarið / Of late: Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Rannveig Jónsdóttir

Opnun 13. apríl 2024 kl 13:00 í Höggmyndagarðinum, sýningarrými Myndhöggvarafélagsins, Nýlendugötu 17a í Reykjavík.

Tvær baujur sem jóta í sjávarmálinu ræða saman, hvert orð er djúphlaðið og þær hlusta af einlægni hvor á aðra. Þær jóta loks hvor í sína áttina en tengjast ennþá bandi sem teygist og skreppur saman á víxl á meðan togað er fast í sitthvorn endann.

„Úff, ég er smá að verða geðveik á þessu“ heyrist kallað og ómerkileg uppákoma verður aðalatriði beggja.
Með sýningunni Undanfarið skoðum við fjarskipti og vinasambönd í gegnum skúlptúrísk verk sem öll einkennast af léttleika en hverju og einu þeirra er hægt að pakka í umslag og senda með pósti. Við skoðum tildrög vinasambands okkar, þörf mannsins til að deila upplifunum sínum og veltum fyrir okkur hvort hægt sé að verðlauna vini sína fyrir stuðning og tryggð.

Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Rannveig Jónsdóttir komust að því á fullorðinsárum að þær hefðu í raun hist fyrst árið 1997 þegar þær léku sér saman í fjöruborðinu í Neðstakaupstað á Ísarði í einn dag. Sterk tengsl mynduðust sem lágu svo í dvala í mmtán ár þar til þær hittust aftur í Myndlistarskólanum í Reykjavík.

Sigrún Gyða Sveinsdóttir (f.1993) notar bakgrunn sinn í söng og tónsmíðum til að skapa verk á mörkum innsetninga, gjörninga og klassískra tónsmíða, þar sem hún nýtir röddina sem hvoru tveggja viðfangsefni og miðil. Í verkum sínum dregur Sigrún upp myndir af samtímanum og færir í myndræn form í gegnum sterkar samfélagslegar andstæður. Verk hennar fjalla oftast um kersbundið eftirlit, valdaskiptingu og virði manneskjunnar. Hún er með MA gráðu í myndlist frá Sandberg Instituut í Amsterdam (2021), framhaldspróf í klassískum söng (2019) og BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2017). Sigrún býr og starfar í Amsterdam.

Rannveig Jóndsóttir (f.1992) leggur áherslu á hljóð og skúlptúr í verkum sínum. Hún skapar innsetningar þar sem hið efnislega og hið óáþreifanlega styðja hvort annað og veltir fyrir sér raunum og harmleikjum mannsins út frá vísindalegu og skálduðu sjónarhorni. Hún lauk BA námi frá Listaháskóla Íslands (2017) og MFA námi frá Listaháskólanum í Malmö (2019). Samhliða myndlistinni kennir hún við lista- og nýsköpunarbraut Menntaskólans á Ísarði og vinnur sem verkefnastjóri hjá Listasafni Ísafjarðar. Rannveig býr og starfar á Ísarði.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page