top of page

Una Björg Magnúsdóttir einkasýning

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. mars 2023

Una Björg Magnúsdóttir einkasýning

,,Una Björg beitir ýmsum brögðum í verkum sínum til að velta upp spurningum um fegurð, gildi, tilvist okkar, hegðun og hátterni. Hún notar til þess áferð og gildishlaðin efni á slunginn en sparlegan hátt,” segir m.a. í sýningarskrá.

Það er mikið um að vera hjá listakonunni þessa dagana, hún var valin til að taka þátt í sýningarröð Listasafns ASÍ þar sem skipulagðar eru einkasýningar á tveimur stöðum á landinu. Í byrjun næsta mánaðar fer hún til ársdvalar í Berlín þangað sem hún var valin úr stórum hópi umsækjenda til að vinna í einum að vinnustofum Kunstlerhaus Bethanien sem eru alþjóðlegar gestavinnustofur í háum gæðaflokki.

Sýningar Unu Bjargar hafa vakið verðskuldaða athygli undanfarin misseri og hún hlaut Hvatn­ing­ar­verðlaun íslensku myndlistarverðlaunanna 2021 fyr­ir sýn­ing­una Mann­fjöldi hverf­ur spor­laust um stund í D-sal Lista­safns Reykja­vík­ur í Hafn­ar­húsi 2020.

Samkomuhús Súðavíkur er vettvangur fyrri einkasýningar Unu Bjargar á vegum Listasafns ASÍ sem báðar verða haldnar á þessu ári.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page