top of page

Una Björg Magnúsdóttir: Gulari gulur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 24. október 2024

Una Björg Magnúsdóttir: Gulari gulur

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Gulari gulur eftir Unu Björg Magnúsdóttur laugardaginn 26. október kl.15-17 í Ásmundarsal.

Á sýningunni Gulari gulur má sjá ný verk eftir Unu Björgu sem takast á við fyrirmyndir og eftirmyndir, breyskleika endurminninga en líka aðlögunarhæfni minnisins til að skapa samfellda frásögn. Í verkum sínum beitir Una ýmsum brögðum til að velta upp spurningum um fegurð, gildi, tilvist okkar, hegðun og hátterni. Hún notar til þess áferð og gildishlaðin efni á slunginn en sparlegan hátt.

Una Björg Magnúsdóttir(f. 1990) býr og starfar í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám við ÉCAL í Sviss þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018. Verk Unu hafa verið sýnd meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni ASÍ, Gerðarsafni, Y gallerí, KEIV í Aþenu, GES­2 í Moskvu og Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Árið 2021 hlaut Una hvatningaverðlaun íslensku myndlistarverðlaunanna og í ár hlaut hún Guðmunduverðlaunin.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page