Umsóknarfrestur á HönnunarMars 2024
fimmtudagur, 28. desember 2023
Umsóknarfrestur á HönnunarMars 2024
Opið er fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024 sem fer fram dagana 24. - 28. apríl. Umsóknarfrestur til 10. janúar. Dagskráin er farin að taka á sig spennandi og fjölbreytta mynd, en margar umsóknir bárust í snemmskráningu í haust. Það er því hægt að byrja að telja niður í hátíð með hækkandi sól.
HönnunarMars er hátíð hönnunar og arktitektúrs þar sem fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar, viðburðir og samtöl veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir sem takast á við áskoranir samtímans.
Fagráð HönnunarMars, skipaður fulltrúum félaganna, Listaháskólans, Reykjavíkurborgar og hátíðarinnar, fer yfir allar umsóknir.
Venju samkvæmt verður fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar á stöðum á borð við á Hafnartorgi, í Ásmundarsal, Hörpu, Norræna húsinu, Grósku hugmyndahúsi, Elliðaárstöð, Hönnunarsafni Íslands og öðrum spennandi sýningarstöðum.
Þátttökugjöld:
30.000 kr Félagsmenn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
60.000 kr. Aðrir
Stærri samsýningar, nemendasýningar og fyrirtæki vinsamlegast hafið samband á dagskra@honnunarmars.is varðandi þátttökugjald.