top of page

Umsókn í Íslensk grafík 2024 - Umsóknarfrestur er til miðnættis 13. maí

508A4884.JPG

fimmtudagur, 11. apríl 2024

Umsókn í Íslensk grafík 2024 - Umsóknarfrestur er til miðnættis 13. maí

Íslensk Grafík auglýsir umsóknir í félagið. Umsóknareyðublað er að finna á https://islenskgrafik.is/about/ipa-members/

Til að sækja um aðild sem félagsmaður Íslensk grafík þarf að sækja um. Þú fyllir út þar til gert umsóknareyðublað, með ferilskrá. Umsækjandi þarf að hafa lokið 3 ára BA námi í myndlist eða hafa aðra sambærilega menntun samkvæmt yfirlýsingu viðkomandi skóla.

Að öðrum kosti þarf umsækjandi að uppfylla fjögur af neðangreindum skilyrðum:

Önnur menntun í myndlist (að lágmarki samtals 2 ár) staðfest með yfirlýsingu viðkomandi stofnunar.
2. Ein eða fleiri einkasýningar í opinberum sýningarstöðum.
Staðfesting fylgi.

3. Þátttaka í alþjóðlegri sýningu, samsýningu styrktri af opinberum aðilum eða ekki færri en fimm samsýningum öðrum.
Staðfesting fylgi.

4. Verið falið af dómnefnd að vinna að listskreytingu á opinberum vettvangi.
Staðfesting fylgi.

5. Eiga minnst eitt verk í opinberri eigu, keypt af viðkomandi safnráði eða matsnefnd.
Staðfesting fylgi.

6. Hafa hlotið opinberan styrk eða starfslaun.
Staðfesting fylgi.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 13. maí. Farið er yfir allar umsóknir á aðalfundi félagsins sem verður 14. maí 2024. Sendið póst á islenskgrafik@gmail.com.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page