top of page

Umræðuþræðir: Andrea Lissoni í Hafnarhúsi

508A4884.JPG

fimmtudagur, 2. október 2025

Umræðuþræðir: Andrea Lissoni í Hafnarhúsi

Andrea Lissioni, listrænn stjórnandi Haus der Kunst Munchen, er gestur Umræðuþráða fimmtudagskvöldið 2. október kl. 20:00 í Hafnarhúsi.

Haus der Kunst hefur gengið í gegnum miklar skipulagsbreytingar frá árinu 2022. Safnið tileinkar starfsemi sína núlifandi listamönnum og leggur um leið til nýja listasögulega nálgun sem setur spurningarmerki við eldri viðmið, staðalmyndir og orðræðu með framtíðarsýn að leiðarljósi. Sýningardagskráin hjá Haus der Kunst gengur út frá því “allt sé dagskrá,“ óháð stigveldi deilda.

Dr. Andrea Lissoni er listrænn stjórnandi Haus der Kunst. Hann byggir sýningardagskrána á þverfaglegri nálgun, sem liggur þvert á kynslóðir og tengir á djúpstæðan hátt saman ólíkar listrænar nálganir. Hann hóf störf í apríl 2022 með TUNE, röð af hljóð og gestavinnustofum og röð sýninga með verkum eftir listamenn á borð við Fujiko Nakaya, Dumb Type, Carsten Nicolai, Christine Sun Kim, Tony Cokes og Karrabing Film Collective. Í kjöfarið fylgdi röðin Inside Other Spaces. Síðan kom sýningin Umhverfi eftir listakonur 1956—1976, ásamt sýningum með WangShui, Martino Gamper og Meredith Monk, og einkasýningum Pan Daijing, Liliane Lijn, Rebecca Horn, Pussy Riot og Philippe Parreno. Andrea Lissoni situr í ráðgjafanefnd Fundacao Serralves, Masi Lugano, Loop Barcelona og Centro Pecci di Prato og í stjórn Fondazione MAST Bologna.

Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Listaháskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Í tengslum við verkefnið hefur allt frá árinu 2012 verið boðið hingað til lands fólki sem nýtur viðurkenningar í alþjóðlegum listheimi, á sviði listsköpunar, fræða eða sýningarstjórnunar. Lögð hefur verið áhersla á að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi og sinna gestakennslu jafnframt því að kynna eigin verk og hugðarefni með opnum fyrirlestrum á Listasafni Reykjavíkur.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir Árskorts- og Menningarkorthafa, frítt fyrir yngri en 18 ára.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page