top of page

Um ávinning hugleiðslu fyrir fólk og samfélag

508A4884.JPG

fimmtudagur, 30. mars 2023

Um ávinning hugleiðslu fyrir fólk og samfélag

Af hverju er gott að stunda hugleiðslu? Því ætlar Tristan Gribbin að reyna svara fimmtudaginn 30. mars kl. 16:30 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Frítt inn og öll velkomin!

Í lok erindis leiðir Tristan gesti í Flow hugleiðslu inni á yfirstandandi sýningu safnsins Nálægð eftir Christopher Taylor. Sýningin samanstendur af þremur ljósmyndaröðum sem varpa í sameiningu ólíku ljósi á hugtakið nálægð í íslensku samhengi.

Tristan Gribbin er framkvæmdastjóri og stofnandi Flow sem er tæknilegur vettvangur hugleiðslu í gegnum sýndarveruleika. Tristan er búsett á Íslandi en ólst upp í Palo Alto í Kaliforniu. Talað mál verður enska en Tristan talar einnig góða íslensku.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Ljósmyndasafninu. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.
Strætisvagnar stoppa í Lækjargötu (5 mín. gangur) og leiðir 11, 13 og 14 stoppa á Mýrargötu (5-10 mín. gangur). Bendum líka á að gott er að leggja í bílastæðahúsinu á Vesturgötu.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page