Tvö ný verk í Pastel ritröð eru komin út

fimmtudagur, 4. maí 2023
Tvö ný verk í Pastel ritröð eru komin út
Verk númer 34 er eftir Guðnýju Rósu Ingimarsdóttur myndlistarmann og ber titilinn - “ - . Guðný Rósa býr og starfar í Brussel og hefur sett upp fjölda sýninga í Evrópu og á Íslandi, þar á meðal var gerð vegleg yfirlitssýning á verkum hennar í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum 2021. Guðný verður einnig með verk tengd Pastelverkinu í Menningarhúsi í Sigurhæðum sem opnar 27. maí.
Pastelrit númer 35 er verkið Hringfari eftir Rakel Hinriksdóttur myndlistarmann og grafískan hönnuð. Rakel er búsett á Akureyri og hefur einnig fengist við fjölmiðlun. Hún mun lesa úr verki sínu á viðburði Pastel í Menningarhúsi í Sigurhæðum í byrjun júní.
Verkin eru gefin út í takmörkuðu upplagi 100 áritaðra og númeraðra eintaka.
Hægt er að sjá meira um Pastel ritröð og einstaka verk á www.pastel.is.
Verkin eru einnig til sýnis og sölu í Listasafninu á Akureyri og í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi.