top of page

Tvær sýningaropnanir í Listasafni Árnesinga um helgina

508A4884.JPG

fimmtudagur, 31. ágúst 2023

Tvær sýningaropnanir í Listasafni Árnesinga um helgina

Verið velkomin á opnun sýninga; Ragnheiðar Jónsdóttur Kosmos/Kaos og Jakobs Veigars Sigurðssonar Megi hönd þín vera heil, laugardaginn 2. september kl. 15:00.

Kosmos Kaos - Ragnheiður Jónsdóttir

Ragnheiður er einn virtasti listamaður þjóðarinnar og hlaut hún í ár heiðursviðurkenningu frá Myndlistarráði
fyrir einstakt framlag til íslenskrar myndlistar.

Ragnheiður hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1968 og hefur frá þeim tíma unnið óslitið að myndlist til
dagsins í dag. Þráðurinn í verkum Ragnheiðar er sjálfblekkingin – blindnin – græðgin – einsemdin – andvaraleysið – umhverfið – heimurinn okkar. Ragnheiður segir að myndlist sé í hennar huga samtal listamannsins og áhorfandans. Að tilganginum sé náð þegar að henni tekst að rumska við áhorfandanum.

Verk frá upphafi ferils Ragnheiðar einkenndust af öflugum symbólisma og nákvæmum, krefjandi
vinnubrögðum með ríkri áherslu á smáatriði, en slíkar aðferðir eru dæmigerðar fyrir grafíska list.
Ríkjandi stef í verkum hennar eru óþægileg og forvitnileg – þrungin súrrealisma og þurri
kímnigáfu.

Sýningarstjóri er Daría Sól Andrews.


Megi hönd þín vera heil - Jakob Veigar Sigurðsson

Jakob Veigar (1975) starfar og býr í Vínarborg en er uppalinn í Hveragerði. Hann fetaði
fremur seint inn á veg myndlistarinnar eftir að hafa snúið baki við byggingariðnaðinum og
snúið sér að Myndlist . Hann útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands
2016 og sem „Herr Magister“ í myndlist frá Akademie der bildenden Künste í Vínarborg 2019.

Jakob hefur á ferðalögum á framandi slóðir m.a annars Indland og Íran notað myndlistina til að dýpka skilning og tengingu við framandi menningu. Þrátt fyrir stutta viðkomu í myndlistinni er verk Jakobs að vinna í einkasöfnum víða um heim og hafa verk hans verið sýnd ásamt Íslandi víða um Evrópu, Kína ofl.

Megi hönd þín vera heil, er saga af ferðalagi frá Íslandi til Írans. Saga af listamanni sem
elti ástina á milli heimsálfa á tímum heimsfaraldar. Ferðalag til einnar af elstu menningu
veraldar þar sem hann fann hluta af sjálfum sér í landslagi töluvert frábrugðið hans eigins.
Saga af ást sem glataðist, á meðan hann safnaði sögum og efni frá hirðingjum og
handverksfólki um allt Íran. Allt frá Frá skítugum mottum, ómetanlegum vefnaði og
útsaum sem hann notar til að skapa sína persónulegu og einstöku veröld.

Sýningin er unnin í samstarfi við Shanay Artemis Hubmann og fleiri aðila búsetta í Íran.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page