top of page

Tvær opnanir: Sumargleðin í Gallery Port & Kjáni Thorlacius í Rammagerðinni

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. júní 2025

Tvær opnanir: Sumargleðin í Gallery Port & Kjáni Thorlacius í Rammagerðinni

Gallery Port stendur fyrir tveimur opnunum þessa vikuna, Sumargleðin í Gallery Port, samsýningu sextán listamanna úr ýmsum áttum. Opnunargleði verður haldin laugardaginn 14. júní milli kl. 15-17 á Hallgerðargötu 19-23 á Kirkjusandi.

Auk þess opnar Kjáni Thorlacius sýningu sína, Ónýtt drasl nýtt, í útibúi okkar í Rammagerðinni á Laugavegi 31, fimmtudaginn 12. júní. Stendur opnunin yfir milli 17-19.

Allir velkomnir. Léttar veitingar og fjör.

Fyrsta holl á grillið á Sumargleðinni eru: Andanti Matter — Árni Már Þ. Viðarsson — Claire Paugam — Comfortable Universe — Einar Viðar Thoroddsen — Elín Hansdóttir — Edda Karólína Ævarsdóttir — Georg Óskar — Hanna Dís Whitehead — Hallgrímur Helgason — Hrafn Jónsson — Julie Sjöfn Gasiglia — Natka Klimowicz — Skarphéðinn Bergþóruson — Steingrímur Gauti — Þórður Hans Baldursson.

Sumargleðin í Gallery Port stendur uppi til 2. ágúst. Sýning Kjána Thorlacius stendur uppi til 5. júlí.

Gallery Port er opið miðvikudaga til föstudags milli 12-17 og laugardaga 12-16. Einnig eftir samkomulagi. Útibúið í Rammagerðinni er opið á opnunartíma verslunarinnar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page