Truflun / Glitch

fimmtudagur, 13. nóvember 2025
Truflun / Glitch
Truflun
10.10-15.11.2025
Fyrirbæri lista rými, Ægisgötu 7, 101 RVK
Fyrirbæri býður ykkur hjartanlega velkomin á samsýninguna Truflun.
Sýningartímabil: 10. október til 15. nóvember
Opið: fimmtudaga og föstudaga kl. 17–19, laugardaga kl. 15–17, og eftir samkomulagi.
Listamannaspjall við listamenn á loka degi sýningar 15. nóv. kl. 16:00
Frítt inn og allir velkomnir.
Að trufla er að veita viðnám - valda truflun á því sem er venjubundið og viðbúið. Þessi sýning sameinar sex listamenn sem skoða möguleika truflunar sem feminíska aðgerð til að raska og valda umbreytingu. Með málverki, teikningum, gjörningum og myndbandsverkum ögra þær hefðum, formum og erkitýpum, fara út fyrir fastmótaðar skilgreiningar.
Hvert verk opnar sprungu – augnabliks pásu, slátt verðandinnar. Saman dvelja verkin í einskonar rofi þar sem líkami, ímynd og merking færist til, sameinast og umbreytist. Truflun fagnar villu sem möguleika og fagnar umbreytingu sem samfelldu frelsisástandi.
Katrin Inga
Sigrún Guðmundsdóttir
Maja Gregl
Korkimon
Gunnhildur Hauksdóttir
Eva Ísleifs
Fyrirbæri er listamannarekið rými styrkt af Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóði.
//
Glitch
10.10-15.11.2025
Phenomenon art space
Phenomenon art space warmly invites you to the group exhibition Glitch.
Exhibition period: 10th of october till 15 th of November.
Thursday, friday from 5-7 saturday from 3-5 & pay appointment.
Art Talk - finissage on 15th. nov 4pm.
Phenomenon Art Space, Ægisgata 7, 101 Reykjavík.
Free admission & everyone is welcome.
To glitch is to resist — to interrupt what is expected. This exhibition brings together six artists who explore the glitch as a feminist gesture of misfit and transformation. Through painting, drawing, performance, and video, they challenge conventions of form and identity, moving beyond fixed definitions.
Each work opens a fracture — a moment of pause, a pulse of becoming. Together, they inhabit the in-between: spaces where the body, image, and meaning shift, overlap, and reconfigure. Glitch celebrates disruption as possibility, and transformation as a continuous state of freedom
Katrin Inga
Sigrún Guðmundsdóttir
Maja Gregl
Korkimon
Gunnhildur Hauksdóttir
Eva Ísleifs
Phenomenon is an artist-run space supported by the City of Reykjavík and the Visual Art Fund.


