top of page

TORG 2023 - Listamannsspjall: Anna Jóa

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. október 2023

TORG 2023 - Listamannsspjall: Anna Jóa

Laugardaginn 14. október kl 15:00 verður Anna Jóa með listamannasspjall á sýningu sinni "Fjörufundir" á TORG Listamessu 2023. Listamannsspjallið er haldið í Fjósinu (upp rampinn) á Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavik.

Í verkunum sækir Anna Jóa innblástur í safn postulínsbrota sem rekið hafa á fjörur hennar á suðurströnd Íslands og á vesturströnd Kanada á síðastliðnum 15 árum og hún fór að líta á sem „fundin málverk“ vegna myndmálsins á emaleruðu yfirborði þeirra. Brotin kveiktu hugrenningar um það hvernig þessi máðu postulíns- og leirbrot úr heimi menningar höfðu lent í hafinu, velkst þar um og orðið þannig aftur hluti af náttúrunni, og settu jafnframt svip á hana: fínlega máluð blóm og munstur ófu sig inn í flóru og lífríki fjörunnar þar sem molnuð brotin líktust fjörugrjóti og skeljabrotum.

Anna Jóa lauk framhaldsnámi í myndlist við fagurlistadeild École nationale supérieure des Arts Décoratifs (ENSAD) í París árið 1996. Hún hefur haldið á annan tug einkasýninga á verkum sínum auk þess að taka þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis.

Anna Jóa var valin fulltrúi FÍM á TORG Listamessu 2023 og er með verk til sýnis í Fjósinu kaffistofu á opnunartíma TORGsins. Opið helgina 14.-15. október frá 12-17.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page