TORG - Listamessa 2023: Óskað eftir umsóknum
miðvikudagur, 3. maí 2023
TORG - Listamessa 2023: Óskað eftir umsóknum
TORG – Listamessa í Reykjavík verður haldin í fimmta sinn dagana 13.–23. október 2023 á Korpúlfsstöðum. Messan er vettvangur fyrir listamenn til að kynna og selja myndlist sína án aðkomu milliliða, ásamt því að veita áhugafólki um myndlist tækifæri til að fjárfesta í myndlist beint af listamanninum.
Listamönnum stendur til boða að leigja sýningarbása sem samsettir eru úr hvítum þiljum og auðum veggum. Hvert þil er um það bil 1 metri á breidd og um 2 metrar á hæð. Verð á bás er 9.500 kr á metrann en lágmarksstærð er 6 metrar. Þá geta fleiri en einn listamaður tekið sig saman um leigu á bás. Allir þátttakendur verða að vera fullgildir félagsmenn í SÍM.
Sérstök sýningarnefnd TORGsins mun fara yfir allar umsóknir. Öllum umsóknum verður svarað.
SÍM sér um að útbúa auglýsingaefni og sýningarskrá fyrir TORGið. Einnig verður stefnt að því að ráða sérstakan kynningarfulltrúa TORGsins. Nánar um það síðar.
Við hvetjum alla félagsmenn til að senda inn umsókn!
Umsókn má fylla út hér. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2023.