top of page

TILVIST - samsýning í Grafíksalnum

508A4884.JPG

fimmtudagur, 11. janúar 2024

TILVIST - samsýning í Grafíksalnum

Myndlistarkonurnar Bryndís Brynjarsdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir og Jóhanna B. Halldórsdóttir opna myndlistasýningu í Grafíksalnum Tryggvagötu 17 (hafnarmegin) föstudaginn 12. janúar milli kl. 17:00 – 19:00.

Leiðarstef sýningarinnar er “Tilvist” og er upplifun sýnenda bæði ólík og yfirgripsmikil. Um er að ræða samtal um sýn á tilveruna í manngerðu og náttúrulegu umhverfi. Ákveðin togstreyta myndast á sameiginlegum snertifleti sýningarinnar þar sem mannleg skynjun er holdgerð í gegnum tilbúna hluti og upphafning náttúrunnar er smættuð inn í ramma hins tilbúna veruleika listamannsins. Að hljómfalli sálarinnar sem sprengir upp rammann og tekur áhorfandann í ferðalag inn í óendanleikann. Í augnabliki umbreytingar og ferðalags, þar sem fígúratívt og abstrakt mætast.

Opið fimmtudaga kl 16-18, föstudaga til sunnudaga kl 14-17
Sýningin stendur til 28. janúar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page