til mikils ama og allrar hamingju

fimmtudagur, 27. nóvember 2025
til mikils ama og allrar hamingju
Árleg sýning annars árs nema í Myndlistardeild við Listaháskóla Íslands opnar 4. desember á Korpúlfsstöðum og viljum við bjóða ykkur innilega velkomin á sýninguna ,,til mikils ama og allrar hamingju".
Við tökum hátíðlega á móti ykkur 4. desember klukkan 18:00-21:00 með jólalegar veitingar í boði og í framhaldi þess verður sömuleiðis opið á sýninguna laugardaginn 6. desember frá 14:00-17:00.
Opnunartímar:
Fimmtudagurinn 4. desember: 18:00-21:00
Laugardagurinn 6. desember: 14:00-17:00
Mjólk er góð. Þjóð veit þá þrír vita, Korpúlfur, Einar Benediktsson, Thor Jensen. Við áttum með henni börn og bú og það var ekkert leyndarmál. Hún er ný, létt, súr, fjör og kókó. Einu sinni var hún bara góð. Hún rann hér eftir bökkum og búrum, ofan í flöskur og menn. Kýrnar sem hér bjuggu höfðu mikið um það að baula. Þó langt sé liðið, má enn heyra til þeirra á köldum kvöldum í desember. Helst baula vofur þeirra á list hinna andlega snauðu og firrtu, en það er leyndarmál. Fyrir svefninn er því ráð að fara með vísu þessa:
Korpúlfsstaðabeljurnar þær baula mikið núna.
Þær svífa hér um gangana, það hentar enga kúna.
Þær eru ekki til. Þær eru ekki til.
Þó ein hafi ratað á matseðil.
Verið ekki hrædd, kæru listunnendur. Sýning þessi hampar ekki list hinna andlega snauðu og firrtu. Þvert á móti sýna hér listamenn sterkt tengdir andanum. List þeirra er ný, létt, súr, fjör og kókó. Baulaðu nú kæri listunnandi, ef þú ert nokkurs staðar á lífi.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Listamenn:
Agnes Ásta Guðmundsdóttir
Aleksander Kiigemägi
Andrea Lóa Guðnadóttir
Arna Björk Einarsdóttir
Arna Hlín Aradóttir
Björn Ingi Baldvinsson
Björn Heimir
Dýrunn Elín Jósefsdóttir
Elias Tannemark
Erla Rut Pétursdóttir
Friðrik Dagur Kristófersson
Maren Valsdóttir
Hanna Lára VIlhjálmsdóttir
Hera Katrín Karlsdóttir
Hjaltalín Hanný Aspard.
Iuliia Vasileva
Ísak Sævarsson
Jakob Þór Smári
Jórunn Elenóra
Júlía Óskarsdóttir
Kristín Gréta Jóhannsdóttir
Monika Jóhanna Karlsdóttir
Muni
Nora Eva Sigurdsson
Nóam Óli
Ollie Birki Sánchez-Brunete
Svava Dögg
Teitur Emil Vähäpassi
Torfi Sveinn Ásgeirsson
Þorbjörn Helgason
Þórunn Ebba Örvarsdóttir


