Svona gerum við: Vinnustofa um CENTAUR verkefnið í LHÍ
fimmtudagur, 26. janúar 2023
Svona gerum við: Vinnustofa um CENTAUR verkefnið í LHÍ
Þér er boðið á vinnustofuna SVONA GERUM VIÐ þar sem helstu niðurstöður
CENTAUR verkefnisins verða kynntar og fjallað verður um stöðu skapandi greina á
Íslandi. Lögð verður áhersla á að sýna hagnýtar æfingar og námskeið sem listamenn
hafa þróað og verða aðgengilegar á vefsíðu CENTAUR verkefnisins.
Vinnustofan verður haldin 31. janúar frá kl. 14-16 á bókasafni Listaháskólans í
Þverholti 11, 6.hæð.
Dagskrá:
CENTAUR verkefnið, markmið og aðferðarfræði – Björg Jóna Birgisdóttir
Staða skapandi greina á Íslandi– Erna Guðrún Kaaber
Helstu niðurstöður CENTAUR– Anna Sigurðardóttir
Æfingar, námskeið og vinnustofur – framlag listamanna
Léttar veitingar og spjall
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi á morgun, föstudag, með pósti til: centaur@lhi.is