top of page

Svipir // Guðrún Steingrímsdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 2. október 2025

Svipir // Guðrún Steingrímsdóttir

Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 9. október frá 18:00-20:00 og allir hjartanlega velkomnir!

Aðrir opnunartímar:

Fös. 10. okt 13:00 - 18:00
Lau. 11. okt 12:00 - 17:00
Sun. 12. okt 14:00 - 17:00

Strandgata 19 / 220 Hafnarfjörður / Ísland

Mannslíkaminn er algengasta umfjöllunarefnið í málverkum Guðrúnar. Tjáning manneskjunnar í gegnum mannslíkamann, holdið og svipbrigði hafa alltaf vakið áhuga hennar. Viðfangið, sem er manneskja kemur fyrir eins og hún er í kjarnanum, án dulbúnings eða nokkurra tilrauna til að fela kvikuna. Guðrún hefur prófað sig áfram með ýmis efni til að ná fram réttri áferð og í ferlinu við að skapa málverk ræður myndefnið ferðinni og niðurstöðunni. Guðrún hefur leitast við að kanna andstæður í pensilskrift, litum og eins í myndefninu sjálfu. Hvatinn til að mála er þörf fyrir tjáningu tilfinninga, túlkun á tilvist og reynslu, efnislegri og huglægri og málverkið gegnir hlutverki tungumáls sem ekki endilega verður skilið með orðum. Guðrún nálgast viðfangsefnið með mismunandi pensilskrift, grófri eða fínni og birtu og skugga til að ná fram því andrúmslofti sem myndefnið kallar á.

Guðrún Steingrímsdóttir lauk stúdentsprófi af Listnámsbraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti árið 2009. Vorið 2022 lauk hún diplóma úr Listmálaradeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Í kjölfarið fór hún til Ítalíu á Erasmus-styrk og lauk haustið 2022 þriggja mánaða vinnustofu, Intensive course in drawing, painting and art history við The Florence Academy of Art. Hún tók að auki tvö námskeið í Academia del Giglio í Flórens sama vetur. Guðrún hélt samsýningu í Gallerí Vest 2015, útskriftarsýningu í Myndlistaskólanum í Reykjavík 2022 og einkasýningu haustið 2022 í Gallerí göng. Í mars 2024 hélt hún einkasýningu í Gallerí grásteini.


LG // Litla Gallerý er styrkt af Menningar og ferðamálanefnd
Hafnarfjarðarbæjar vegna viðburðarins


//


There will be a special exhibition opening on Thursday, October 9th from 18:00-20:00 and everyone is welcome!

Other opening hours

Fri 10th Oct 13:00 - 18:00
Sat 11th Oct 12:00 - 17:00
Sun 12th Oct 14:00 - 17:00

Strandgata 19 / 220 Hafnarfjörður / Iceland

The human body is the subject of Guðrún's paintings. A human expression through the body; flesh and countenance have always woken her interest. The subject - human beings - is expressed in its core, without a mask or any attempt to conceal its essence. Guðrún has experimented with different materials in her pursuit of the right texture, in the process of creating a painting, the subject guides her direction and outcome. Guðrún seeks to examine contrasts in brushwork and color, as well as within the subject matter itself. The impulse to paint is in itself a need for the expression of emotion, an interpretation of existence and experience; a material and a subjective need. The painting thus serves as a language which cannot necessarily be understood through words. Guðrún approaches the subject with varying brushstrokes, whether rough or fine, and uses light and shadow to capture the atmosphere that the subject calls for.

Guðrún Steingrímsdóttir graduated from the visual arts programme at Fjölbrautaskólinn í Breiðholti in 2009. In the spring of 2022, she completed a diploma in painting from the Reykjavík School of Visual Arts. Following her graduation, she received an Erasmus grant and attended a three-month intensive course in drawing, painting, and art history at The Florence Academy of Art in the autumn of 2022. That same winter, she also completed two courses at Accademia del Giglio in Florence. Guðrún participated in a group exhibition at Gallerí Vest in 2015, her graduation exhibition at the Reykjavík School of Visual Arts in 2022, and held solo exhibitions at Gallerí Göng in the autumn of 2022 as well as Gallerí Grásteinn in March 2024

LG // Litla Gallerý is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjörður for this event.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page