SvigRúm í Grafíksalnum - Kristín Reynisdóttir
miðvikudagur, 15. nóvember 2023
SvigRúm í Grafíksalnum - Kristín Reynisdóttir
Kristín Reynisdóttir opnar sýninguna SvigRúm í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin) föstudaginn 17. nóvember frá 17:00-19:00. Verið hjartanlega velkomin.
Opnunartími: föstudaga til sunnudaga 14:00 – 17:00 fimmtudagar16:00 – 18:00. Sýningin stendur til 3. desember.
Listamannaspjall sunnudaginn 19 nóvember kl 15:30. Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir mætir og spjallar um verkin á sýningunni
Verk Kristínar eru oft innsetningar í rýmum, sem bæði taka á viðkomandi stað og taka til sameiginlegra mannlegra þátta með vísan til upplifunar og tilfinninga. Kristín velur efni í verk sín með hliðsjón af getu þeirra til að miðla merkingu.
Kristín hefur tekið þátt í sýningum bæði hérlendis og erlendis.