top of page

SVAVARSSAFN: Sjónræn ómun / Visual Resonance

508A4884.JPG

fimmtudagur, 26. júní 2025

SVAVARSSAFN: Sjónræn ómun / Visual Resonance

Verið hjartanlega velkomin á opnum samsýningar fjögurra Hollands-tengdra myndlistarmanna, föstudaginn 27. júní 2025, klukkan16:30 í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði.

Listamennirnir, Pietertje van Splunter, Zeger Reyers og Thom Vink, verða viðstödd sýningaropnunina og munu fjalla stuttlega um list sína. Einnig verður vídeóupptaka af samtali um list þeirra og verk í Svavarssafni sett á síðu safnsins á netinu bráðlega. Boðið verður upp á fiskisúpu safnstjórans og léttar veitingar að tilefni hinnar árlegu Humarhátíðar á Höfn. Verið öll hjartanlega velkomin.

Sjónræn ómun er sýning sem sameinar fjóra Hollands-tengda listamenn er kanna í list sinni fíngerðar breytingar á skynjun, tíma og efnaskiptum. Á sýningunni takast þau á við sérkenni í náttúru og vistkerfi svæðisins, svo og menningararfinn í safneign Svavarssafns. Næmni þeirra fyrir takti, ferlum og umbreytingu birtast í verkum þeirra sem einskonar hljóðlátar samræður—sjónræn ómun bergmáls milli listmiðla og merkingar.

Pietertje van Splunter (f. 1968) sækir í verkum sínum á sýningunni efnivið í jökul-innblásnar litasamsetningar Svavars Guðnasonar, kalda, bjarta tóna er endurspegla hið dularfulla í ljóskrafti landsins, svo og litafræðihugmyndir og persónulega skynjun.

Zeger Reyers (f. 1966) vinnur með náttúrutengd kerfi og lífræn ferli sem hann virkjar og dregur fram til þess að skerpa sýn á hringrás umbreytinga. Verk hans vísa í jarðfræðilegar breytingar með aðferðum alkemistans við „að sjóða steina með eldi og ís.“

Thom Vink (f. 1965) skapar ljóðræn verk er draga gjarnan fram lágstemmd mynstur í borgarumhverfi. Hann kafar ofan í lífræn ferli borgarlífsins, dregur fram tengingar við sálfræðimynstur og líffræðilega strúktúra, og kannar hvernig líf okkar mótast af hringrásarferli í umhverfinu.

Mekhlla Harrison (f. 1969) kannar í verkum sínum minningar og endurtekningar og hverfast þau gjarnan um umhverfisbreytingar, rofin tengsl í alheimsvefnaðnum og varpa ljósi á tengsl mannsins við síbreytilegt landslag, borgarumhverfi og samhengi.

Sýningin er studd af:
Safnaráði
Stroom den Haag


English

A warm welcome to the opening of a group exhibition of four Dutch-related artists, on Friday 27th June 2025, at 16:30. Artists Pietertje van Splunter, Zeger Reyers and Thom Vink, will be present at the exhibition opening and will do a short talk about their art.

A video recording of a conversation with the artist´s works at Svavarssafn Art Museum will soon be posted on the Youtube-site of Svavarssafn Art Museum.The museum director's seafood soup and light refreshments will be served at the opening, at the occasion of the annual Lobster Festival in Höfn. All are welcome.

Visual Resonance brings together four Netherlands-based artists whose practices explore subtle shifts in perception, time and transformation across diverse media. Their works for Svavarssafn Art Museum engage with the region´s distinctive landscape, ecology, and heritage of local artists represented in the museum’s collection. United by a sensitivity to rhythm, process, and change, their works unfold in quiet dialogue—visual echoes resonating across media and meaning—inviting viewers into a contemplative, unhurried engagement with the visual world.

Pietertje van Splunter (b. 1968) explores colour as both language and landscape. She draws inspiration from Svavar Guðnason’s glacier-inspired palette, cool, luminous hues reflecting Iceland’s ethereal light, translating it into abstract compositions rooted in colour theory and personal perception.

Zeger Reyers (b. 1966) engages with natural systems and organic processes, setting them in motion to reveal cycles of change. His works evoke geological transformation and entropy through playful, alchemical gestures; "boiling stones with fire and ice."

Thom Vink (b. 1965) creates poetic, minimal works that uncover overlooked patterns in urban environments, delving into the organic processes of city life and drawing analogies to psychotherapy, biological structures and perceptual phenomena.

Mekhlla Harrison (b. 1969) explores memory and dislocation through layered, mixed-media landscapes of displacement and environmental change. Her works evoke shifting climates and fractured terrains, expressing the emotional weight of a world in constant flux.

The exhibition is supported by:
The Museum Council of Iceland
Stroom den Haag

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page