top of page

Svandís Egilsdóttir: BIRTING

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. mars 2024

Svandís Egilsdóttir: BIRTING

Svandís Egilsdóttir opnar málverkasýningu sína BIRTINGU í Hannesarholti fimmtudaginn 21.mars kl.15-17. Verkin á sýningunni eru unnin á síðustu tveimur árum með akrílmálningu á striga. Þau eiga sér mörg ákveðinn grunn í hreyfingu öldunnar og vísa til náttúruupplifunar og hugmyndar um að á hverjum myndfleti geta verið fleiri en ein vídd til staðar samtímis.

Titill sýningarinnar vísar í eitt verk með sama heiti, en einnig vinnuaðferðarinn sem Svandís notar við listsköpun sína. Verkið Birting er litríkt og á sama tíma ímynduð ljóðræn náttúrusýn líkt og má segja um öll verkin á sýningunni.

"Ég fer oftast af stað með óljósa hugmynd eða ákvörðun um hreyfingu eða lit og vinn svo með liti og form út frá því sem gerist tilviljanakennt á striganum og í flæðinu. Samtímis vinn ég með það sem gerist inni í mér. Svo held ég áfram að mála í átt að því sem mér finnst hafa einhverja merkingu, eða eftir því sem merkingin verður til og samtal hjartans og litanna birtir."

Svandís lærði myndlist og myndlistarkennslu í Danmörku og Madison, Wisconsin. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum frá árinu 1997. Hún starfar sem fagstjòri á vettvangi grunnskòlamàla hjà Reykjavíkurborg.

Sýningin stendur til 16.apríl og er sölusýning, opin á opnunartíma Hannesarholts, alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl.11.30-16.00.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page