top of page

Svandís Egilsdóttir: Á milli vita

508A4884.JPG

fimmtudagur, 15. ágúst 2024

Svandís Egilsdóttir: Á milli vita

Heiti sýningarinnar Milli vita II í Akranesvita vísar til trílógíu sem Svandís stendur fyrir þrjú sumur í röð í nokkrum vitum um landið.

Í málverkinu fer hún oftast af stað með óljósa hugmynd eða ákvörðun um hreyfingu eða lit út frá stað eða upplifun, en meðhöndlar svo liti og form í framhaldi af því sem gerist tilviljanakennt á striganum og í flæðinu. Samtímis vinnur hún með það sem gerist inni í sjálfri sér. Hún málar í átt að því sem henni finnst hafa einhverja merkingu eða þýðingu til að koma upplifun til skila. Oft upplifun af veru hennar í náttúrunni.

Það má segja að verkefnið og trílógían Milli vita sé sambærilegt ferli og þegar Svandís málar, því að samhliða sýningu á myndum sem hún hefur þegar gert og hér eru listaðar upp vegna Akranesvita, sem fullgerð verk, skapar hún og setur fram ný verk út frá og í samtali við staðinn, vitann og umhverfi hans. Fyrirfram er ekkert ákveðið vaðandi nýju verkin. Smá saman bætast þannig við verk á sýningunni. Lokadaginn sunnudaginn 25. ágúst verða verkin sem verða til á tímabilinu komin í hús ásamt þeim málverkum sem verkum sem sett voru upp í vitanum frá opnunardegi.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page