Support for Ukraine Iceland
fimmtudagur, 23. mars 2023
Support for Ukraine Iceland
Borgarbókasafnið Kringlunni | Menningarhús
Samverustund laugardaginn 25. mars kl. 12:00 - 16:00 Kringlan, 1. hæð
Sýningaropnun laugardaginn 25. mars kl. 14:00
Kringlan Laugardaginn 25. mars kl. 14:00, verður opnuð sýning á 1. hæð í Kringlunni á myndum eftir úkraínsk börn, sem búa í Úkraínu og úkraínsk börn í Vesturbæjarskólanum og úkraínska móðurmálsskólanum í Reykjavík. Við opnunina mun úkraínska söngkonan Tatjana Kasicz koma fram, sem og Tónlistarskóli Sigursveins og Flautukór Tónlistarskóla Kópavogs.
Borgarbókasafnið Kringlunni Áður en sýningin opnar, kl. 12:00, verður boðið upp á samverustund á bókasafninu með úkraínskum bókum, leikjum og fjöri ásamt því sem hægt verður að fræðast um úkraínskar hefðir, söngva og siði. Boðið verður upp á veitingar. Öll hjartanlega velkomin.