top of page

Sunnudagsleiðsögn á Kjarvalsstöðum: Aldís Snorradóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 15. júní 2023

Sunnudagsleiðsögn á Kjarvalsstöðum: Aldís Snorradóttir

Á sunnudögum mun sérfræðingur frá safninu bjóða gestum í leiðsögn um sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld á Kjarvalsstöðum.
Næstkomandi sunnudag, leiðir Aldís Snorradóttir, listfræðingur og verkefnastjóri hjá Listasafni Reykjavíkur, gesti um Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld. Sýningin veitir innsýn í íslenska myndlist á 20. öld í gegnum þann hluta menningararfsins sem varðveittur er í Listasafni Reykjavíkur. Safnið er í eigu Reykjavíkurborgar og þar með allra borgarbúa.

Sýningin er haldin í tilefni af því að í ár eru 50 ár eru liðin frá vígslu Kjarvalsstaða. Á sýningunni er að finna um tvöhundruð listaverk úr safneigninni frá 20. öld og skiptist hún á milli Austur- og Vestursala á árinu 1973, þegar Kjarvalsstaðir voru vígðir. Um leið markar árið ákveðin straumhvörf í listasögunni hér á landi því þá eru að verða skil á milli línulegrar framvindu módernismans og margsögu framúrstefnutímabilsins.

Á sýningunni eru verk eftir marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar, verk sem eru vel kunn, en einnig fjölmörg verk sem sjaldan hafa verið sýnd og munu koma mörgum á óvart.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page