top of page

Sunneva Ása Weishappel: Flag // Jezebel í Þulu Gallery

508A4884.JPG

fimmtudagur, 6. júlí 2023

Sunneva Ása Weishappel: Flag // Jezebel í Þulu Gallery

Sunneva Ásu Weisshappel opnar sýninguna "Flagð // Jezebel" næstkomandi laugardag, 8.júlí klukkan 17:00 í Þulu gallery í Marshallhúsinu. Sýningin stendur til 6. ágúst.

Flagð // Jezebel rannsakar flókið og marglaga félagsmunstur kvenna. Sunneva leitast við að kanna myrkar og mótsagnarkenndar hliðar á mannlegu eðli og samskiptum kvenna á milli. Óáþreifanleg átök og þrá fyrir því að tengjast mætast sem mótstæðir pólar í hverju verki. Sunneva notast við ólíka miðla í uppbyggingu verkanna þar sem hár, nælonsokkar og blúndur leika stórt hlutverk. Hárið er fléttað inn í myndmál sýningarinnar með ýmsum hætti þar sem fyrsta lag hvers striga er slegið með hárlokkum. Ferlið undirstrikar því viðfangsefnið og eru höggin missýnileg í gegnum marglaga verkin. Listamaðurinn vinnur jafnframt með ryð og ryðgunarferlið sjálft, efnahvörf niðurbrots sem lita efniviðinn. Í titilverkinu Flagð undir fögru skinni hefur myndefnið verið rifið í sundur. Verkið spannar tíma og rúm, marglaga upplifanir, fegurð, blíðleika, áföll og orðróma sem taka sér bólfestu í líkamanum. Þannig skeytir hún saman myndmáli verkanna með þversögnum á borð við blúndur og ryðgað skrapajárn, kvenlega fegurð og óumflýjanlega hnignun; táknmyndum hégóma, valdsækni, öfundar og ofbeldis við hugsmíðar tærleika, gæsku og sakleysis. Verk sýningarinnar skora á hólm viðteknar tvíhyggjur og kanna eyðileggjandi öfl innan menningar kvenna sem stríðir gegn hugmyndum um verndandi eðli þeirra og hlýju. Þáttum sem samfélagið afneitar gjarnan í þágu ímyndaðs fullkomleika.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page