top of page

Sumarsýningin „Samlíf“

508A4884.JPG

fimmtudagur, 5. júní 2025

Sumarsýningin „Samlíf“

Opnun: 6. júní kl. 18:00
Gallerí Fyrirbæri, Ægisgata 7, 101 Reykjavík
Sýning stendur til: 27. júní 2025

Hvað gerist þegar efni, hugmyndir og upplifanir fléttast saman?

Samlíf sameinar sex samtímalistamenn sem vinna með myndband, skúlptúr, málverk og blandaða miðla. Hver og einn kemur að sýningunni með persónulega sýn – mótaða af eigin áhugasviðum, reynslu og aðferðum.

Úr verður ekki ein samfelld frásögn, heldur sameiginlegt rými þar sem ólíkt mætist, mynda samhljóm og rekst jafnvel létt saman. Þetta er stjörnumerki ólíkra aðferða sem fléttast tímabundið saman.

Samlíf sprettur úr löngun til að kanna hvernig listamenn takast á við og sýna sammannlega tengingu við efni, umhverfi og sögu. Í valinu leitaði ég að verkum sem tala ólíka tungu, en mynda samhljóm þegar þau eru sett saman. Hvort sem þau eru sprottin af vistfræði, persónulegu minni, sameiginlegri spennu eða vangaveltum um framtíðina, þá mynda þau lifandi samtal – gegndræpt, viðbragðskennt og tengslamiðað. -Maja Gregl, sýningarstjóri

Listamenn:

Marius van Zandwijk

Heimir Snær Sveinsson

Ómar Þór Arason

Sólveig Stjarna Thoroddsen

Steinn Kristjánsson

Olivia Lloyd-Sherlock Arribas

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page