Sumaropnun á Sauðfjársetrinu og ný sýning á Kaffi Kind

fimmtudagur, 12. júní 2025
Sumaropnun á Sauðfjársetrinu og ný sýning á Kaffi Kind
Sauðfjársetur á Ströndum var opnað sunnudaginn 1. júní og verður það opið alla daga frá klukkan 10:00 - 18:00. Veitingasala á Kaffi Kind verður á sínum stað og er opin á sama tíma og safnið.
Við hefjum sumarið á að opna nýja sýningu á verkum Heidi Strand í sýningarrými Kaffi Kindar og stendur hún fram í ágúst.
Heidi er textíllistakona sem hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim og því þykir okkur mikill heiður að fá að sýna verkin hennar hjá okkur.
Verkin á sýningunni eru frá undanförnum árum, þau nýjustu frá þessu ári. Þau eru aðallega úr íslenskri ull, en í fínni drætti i andlitum er notuð merinóull. Bakgrunnar eru blautþæfing, en myndefnið nálaþæft frihendis. Hún gerir engar skissur en vinnur beint á ullina.