top of page

Sumarnámskeið Listasafns Reykjavíkur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 4. maí 2023

Sumarnámskeið Listasafns Reykjavíkur

12.–16. júní: Ævintýraveröld litanna! (6–8ára)

Ævintýraveröld litanna er námskeið ætlað 6–8 ára börnum. Námskeiðið verður haldið á Kjarvalsstöðum, inni og úti í tengslum við sýninguna sem nú er uppi. Við málum skuggamálverk og leikum okkur saman á skapandi og uppbyggilegan hátt inni í sýningunni og í listasmiðju, þar sem börnin gera Kjarvalsstaði að sínum.
Leiðbeinandi er Maríanna Eva Dúfa Sævarsdóttir myndlistarmaður.

19. – 23. júní: Erró er engum líkur! (9–11ára)

Erró er engum líkur er sumarnámskeið haldið í Hafnarhúsi í tengslum við Erró sýninguna sem nú er uppi. Námskeiðið er klippimynda- og málunarnámskeið fyrir 9-11 ára börn þar sem þátttakendur vinna málverk í anda Errós upp úr klippimyndum. Krakkarnir vinna listaverkin sín inni í sýningunni og í fjölnotarými safnsins.

Námskeið er hálfan daginn kl. 9.00–12.00 og gert er ráð fyrir að börnin komi með nesti með sér og klædd eftir veðri. Athugið að takmarkaður fjöldi þátttakenda og greiða þarf a.m.k. einni viku fyrir upphaf námskeiðsins.

Skráning fer fram á sumar.vala.is
Verð: 21.500

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page