top of page

Stuart Richardson opnar sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 18. janúar 2024

Stuart Richardson opnar sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Undiralda er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 20. janúar kl. 15. Verkin á sýningunni eru eftir Stuart Richardson ljósmyndara en hann er íslenskur ríkisborgari sem settist að á Íslandi árið 2007.

Á sýningunni kynnast gestir hinni persónulegu sýn ljósmyndarans á íslensku landslagi þar sem náttúran er uppspretta bæði sorgar og vonar.

Sýningin byggir á meistaraverkefni Stuarts við Listaháskólann í Hartford í Bandaríkjunum og samanstendur af af stórum prentverkum á japönskum bókrollupappír, innrömmuðum ljósmyndum, seríu af stuttum myndböndum og handgerðri bók, prentuð á japanskan pappír og bundin á hefðbundinn máta. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sýnt í heild sinni.

Sýningin er tilraun ljósmyndarans til til að miðla þeim flóknu tilfinningum sem hann upplifir í náttúru Íslands. Stuart flutti til Íslands árið 2007 með þá von í brjósti að að landið væri athvarf frá þeirri umhverfiseyðileggingu sem á sér stað víða í heiminum. Sem fullgildur þjóðfélagsþegn á Íslandi deilir hann áhyggjum sínum með gestum sýningarinnar á þeim öru breytingum sem orðið hafa á íslenskri náttúru síðan hann heimsótti landið fyrst árið 2005.

Stuart Richardson fæddist árið 1978 í Auckland, Nýja-Sjálandi, ólst upp í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum og hefur búið hér á landi frá árinu 2007. Hann lauk MFA-prófi í ljósmyndun frá Hartford Art School. Verk hans hafa verið sýnd á Þjóðminjasafni Íslands, notuð í breska dagblaðinu The Guardian og sýnd víðsvegar um heim. Ljósmyndir hans draga fram lúmsk atriði og form í náttúrunni en verk hans snúast oft um umhverfishyggju, hið upphafna og hverfulleikann – hvort sem það tengist upplifun okkar, náttúrufyrirbærum eða því hvernig myndir framkallast af filmu eða birtast í hreyfimyndum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page