top of page

Stofnun Wilhelms Beckmann: Guðlaug Mía Eyþórsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir hlutu styrk úr sjóðnum

508A4884.JPG

föstudagur, 25. nóvember 2022

Stofnun Wilhelms Beckmann: Guðlaug Mía Eyþórsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir hlutu styrk úr sjóðnum

Stofnun Wilhelms Beckmann úthlutaði styrk úr sjóðnum miðvikudaginn 23. nóvember í Bíó Paradís. Guðlaug Mía Eyþórsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir og hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni og óskar SÍM þeim til hamingju.

Um sjóðinn:

Wilhelm Ernst Beckmann (1909-1965) var fyrsti bæjarlistamaður Kópavogs. Hann kom til Íslands
árið 1935 á flótta frá Hitlers-Þýskalandi og settist hér að. Hann vann um árabil við útskurð og skúlptúragerð, málaði og teiknaði myndir og
vann við grafíska hönnun. Eftir hann liggja margvísleg tréskurðarverk, mörg með trúarlegri skírskotun, og smærri hlutir úr tré, beini, horni og
silfri.

Börn Wilhelms og Valdísar Einarsdóttur höfðu frumkvæði að því að Stofnun Wilhelms Beckmann var sett á laggir árið 2013 til að kynna listamanninn, halda nafni hans á lofti og styrkja efnilega myndlistarmenn til verka.

Bókin Beckmann, um ævi og feril listamannsins, kom út haustið 2020. Gert er ráð fyrir því að á árinu 2023 verði ný heimildamynd um Beckmann sýnd á RÚV.

Stofnun Wilhelms Becmann sem starfar skv. staðfestri skipulagsskrá nr. 790/2013, auglýsir eftir umsóknum um starfslaun/styrk frá ungum listamanni/mönnum (yngri en 35 ára) skv. reglum þar að lútandi en þar segir:
Styrki/starfslaun er heimilt að veita myndlistarmanni/mönnum sem starfa að höggmyndalist, tréskurðarlist og annarri mótunarlist (skúlptúr), listteikningu, listskrift, málaralist, listrænni ljósmyndun, grafíklist, þráðlist (textíllist) og leirlist

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page