Stofan | Orð um ímyndaða framtíð - AIVAG
fimmtudagur, 21. mars 2024
Stofan | Orð um ímyndaða framtíð - AIVAG
Fimmtudaginn 21. mars 2024 kl. 16.30-18.00 Borgarbókasafnið Grófinni
„Fyrir okkar hagsmunabaráttu, þá er það ómissandi þáttur að hlúa að samfélaginu þegar við berjumst fyrir réttindum listafólks, sérstaklega þeirra sem koma utan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna. Okkar innblástur kemur frá sögu og þekkingu verkalýðsfélaga og baráttufólks.“ Megan Auður og Hugo Llanes eru meðlimir í listamanna-aktívistahópnum AIVAG (Artists in Iceland Visa Action Group). Þau stilla upp nýrri Stofu | A Public Living Room í Grófarhúsi og bjóða upp á opna vinnustofu í framtíðarskrifum - skrifum saman raunveruleika þar sem réttindi listafólks eru virt. Stofan er tímabundinn staður fyrir ímyndunaraflið. Hér skrifum við framtíðina sem okkur dreymir um. Í hvers konar heimi viljum við vera – hver er staða listafólks í framtíðarheimum?
Öll velkomin Þátttaka ókeypis Vinnustofa í framtíðarskrifum um stöðu listafólks Viðtal við Megan Auði og Hugo Llanes: Stofan | Ímyndaðu og skrifaðu framtíðir með AIVAG "Orð um ímyndaða framtíð " með AIVAG er hluti af verkefninu Stofan | A Public Living
Stofa AIVAG er staðsett á 1. hæð í Grófinni og er opin frá 19.-26. mars 2024. AIVAG býður notendum bókasafnsins á vinnustofu þar sem hugmyndir um framtíðir eru safnaðar, en þau safna textum alla vikuna sem settir verða saman í hefti (e. zine) eftir að þeirra Stofa lokar.
Einu sinni í mánuði er ný útgáfa af Stofu opnuð í takt við leiðandi stef verkefnisins - Share the Care. Með Stofunni er kannað hvað gerir rými þannig að okkur langi til að setjast niður, staldra við og jafnvel hefja samtal við næsta mann. Tilgangurinn er að búa til stað sem þú tilheyrir – stað sem þú upplifir að sé þinn.