top of page

Stofan | Almenningssturta – Seinni hluti í Borgarbókasafninu Grófinni

508A4884.JPG

miðvikudagur, 31. maí 2023

Stofan | Almenningssturta – Seinni hluti í Borgarbókasafninu Grófinni

Listakonurnar Maria-Carmela Raso og Kateřina Blahutová bjóða gestum og gangandi að koma á opnun Stofunnar, Borgarbókasafninu Grófinni, þriðjudaginn 30. maí kl. 17.

Stofan þeirra er almenningssturta og felur í sér leit notenda að vellíðan í aðstæðum sem líta út fyrir að vera óþægilegar, eins og það að fara í sturtu í almenningsrými. Fólk þarf ekki að afklæðast eða fara undir vatnsbunu í innsetningunni heldur fyrst og fremst að spyrja sig: Hvernig getur mér liðið vel í þessum tilteknu aðstæðum þar sem ég er venjulega út af fyrir mig? Er upplifun af öryggi hluti af vellíðan?
Innsetningin í Stofunni stendur frá 30. maí til 6. júní og er staðsett við sjálfsafgreiðsluvélarnar á 1. hæð í Grófinni.

Að setja sig í óþægilegar aðstæður er ef til vill nauðsynlegur þáttur þess að þroskast. Til að geta vaxið verðum við að geta fundið leið til að líða vel í óþægilegum aðstæðum. Kateřina og Maria-Carmela bjóða notendum að taka þátt í að listrænni rannsókn sem kannar hvernig skynjun og mismunandi örvun skynfæra hefur áhrif á upplifun af umhverfinu.

Þær Kateřina og Maria-Carmela hafa unnið saman að fjölmörgum listrænum upplifunarferlum þar sem unnið er með mynd og hljóð, þar á meðal Multisensory Lab in á Hönnunarmars 2019. Innsetning þeirra í Stofunni er þáttur í listrænni þróun á samstarfi þeirra.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page