Steinunn Þórarinsdóttir: MAÐUR / HUMAN

fimmtudagur, 25. september 2025
Steinunn Þórarinsdóttir: MAÐUR / HUMAN
Einkasýning Steinunnar Thórarinsdóttur, MAÐUR / HUMAN, opnar laugardaginn 27. september í Þulu, Marshallhúsinu, á milli 17–19.
Sýningin MAÐUR / HUMAN í Þulu markar tímamót í ferli Steinunnar. Þetta er fyrsta einkasýning hennar á Íslandi í nær áratug, haldin í tilefni sjötugsafmælis listamannsins. Samhliða sýningunni kemur út bók um ævistarf hennar undir sama nafni, gefin út af KIND. Hér birtast verk sem draga saman áratugalanga könnun hennar á mannverunni sem spegilmynd og barmafullum bikar merkingar. Þau mæta okkur eins og félagar í hversdeginum, bjóða okkur að staldra við, hugleiða og horfast í augu við okkur sjálf og hvert annað í kyrrlátri nærveru sinni og minna okkur á að listin er ekki til í tómarúmi heldur er hún órjúfanlegur hluti af lífinu sjálfu.


