top of page

Stefnulaust- Sigrún Halla Ásgeirsdóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 1. febrúar 2023

Stefnulaust- Sigrún Halla Ásgeirsdóttir

Verið hjartanlega velkomin á opun, laugardaginn4.febrúar kl 14-16.

Stefnulaust, fyrsta einkasýning Sigrúnar Höllu opnar laugardaginn 4. febrúar kl. 14-16 í Gallerí Göngum og stendur sýningin út febrúar. Sýningin samanstendur af abstrakt vatnslitamyndum frá liðnu ári, sem oft bera með sér tilvísanir í umhverfi og aðstæður. Upplausn efnis í liti og línur sem tvístrast um myndflötinn stendur til marks um þann sköpunarkraft sem getur fæðst í stefnuleysi. Niðurbrot felur í sér nýja möguleika á endurnýjun, við tökum nýjar stefnur sem einnig leysast upp. Ekkert endanlegt svar mun nokkurntíman fást, engin fullkomin heild, heldur aðeins hér og nú og endalausir möguleikar.

Sigrún Halla Ásgeirsdóttir (f. 1979) býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur
bakgrunn í stafrænni hönnun, textílhönnun og listfræði. Sigrún Halla er
meðlimur í Textílfélagi Íslands og Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM).

Nánari upplýsingar:

https://www.facebook.com/sigrunhallaasgeirs
sigrunhalla.info@gmail.com

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page