STAK: Ohmscape - Þorsteinn Eyfjörð
fimmtudagur, 12. maí 2022
STAK: Ohmscape - Þorsteinn Eyfjörð
Ohmscape | Þorsteinn Eyfjörð
13.05 - 30.05.22
Ohmscape, sýning eftir Þorstein Eyfjörð, opnar í STAK föstudaginn 13. maí milli 17:00 og 20:00 og stendur yfir til 30. maí 2022.
Sýningin samanstendur af seríu nýrra verka sem eru öll unnin út frá hljóðupptökum af íslenskri náttúru úr safni Magnúsar Bergssonar. Á sýningunni má finna fjögur heildræn verk í formi hljóðinnsetningar og verka á pappír sem hvetja áhorfendur til að skoða landslag útfrá hljóði og virkja "hlustun" til myndlesturs. Verkin notast við hljóðræna eiginleika til skrásetningar á tíma og rými, en hljóðin eru einnig nýtt sem efniviður að tónverki. Upptökurnar eru að sama skapi grunnur að nýju landslagi, þar sem hljóðvist staða í tímans rás er byggingarefnið.
Magnús Bergsson (f. 1961) hefur safnað umhverfis upptökum yfir marga áratugi og skrásett íslenskt landslag útfrá hljóðrænum eiginleikum þess. Safn hans í dag stendur út af fyrir sig sem ein víðfemasta skrásetning á hljóðum úr íslenskri náttúru.
Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson (f. 1995) er listamaður og tónskáld búsettur í Reykjavík sem vinnur þvert á heima myndlistar og tónlistar. Verkin hans eru oftast byggð á tímatengdum miðlum sem leggja sérstaka áherslu á myndrænt og líkamlegt eðli hljóðs í rými útfrá hugmyndum um hlustun sem verkfæri í myndlist.
English:
Ohmscape is a multichannel sound installation by Þorsteinn Eyfjörð based on Magnús Bergsson's decades-long collection of landscape sound recordings in Iceland. The show opens this Friday, 13 May, between 5-8 pm at STAK (Hverfisgata 32, Reykjavik) and will be on view until 30 May 2022.
The exhibition features four bodies of work, including sound installations and works on paper, that enable spectators to contemplate nature and environment through auditory aspects as a registered artifact of time as well as an instrumental element for composition. Additionally, sound is utilized to generate artificial settings, reconstructing the physical identity of a landscape's location as a method of reading and comparing sound across time.
For many years, Magnús Bergsson (b.1961) has gone to great lengths to capture Icelandic nature through sound, a fundamental yet often overlooked aspect of landscape. His collection now stands on its own as a comprehensive depiction of moments passing through landscape, with recordings dating back to the 1980s.
Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson (b. 1995) is an Icelandic artist and composer based in Reykjavik who works across the fields of art and sound. His work often comprises time-based mediums, focusing on sound as a sculptural element and physical presence within space as well as “listening" as an art medium.