top of page

Stærsta vísindahátíð á Íslandi! - Opið fyrir skráningu sýnenda

508A4884.JPG

fimmtudagur, 27. júlí 2023

Stærsta vísindahátíð á Íslandi! - Opið fyrir skráningu sýnenda

Vísindavaka 2023 verður haldin laugardaginn 30. september milli kl.13:00-18:00 í Laugardalshöllinni.

Rannís hefur umsjón með Vísindavöku á Íslandi, en verkefnið er m.a. styrkt af Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. Í undirbúningi vökunnar er stofnunum, háskólum og fyrirtækjum boðið að senda inn hugmynd sem gæti verið hluti af hátíðarhöldunum og að leggja til fræðimenn og rannsóknir eða verkefni sem áhugavert gæti verið að kynna fyrir almenningi. Skráning fer fram í júní-ágúst. Vinsamlegast athugið að Rannís áskilur sér rétt til að velja eða hafna þátttakendum og stýra uppröðun eftir aðstöðu, en ávallt er leitast við að koma til móts við óskir og þarfir sýnenda varðandi stærð sýningarsvæðis og þátttöku í lifandi vísindamiðlun.

Annars vegar er boðið upp á lifandi og skemmtilegar kynningar á sýningarbásum með þátttöku gesta og hins vegar beina vísindamiðlun og eru þátttakendur hvattir til að nota aðstöðuna til að koma rannsóknum sínum á framfæri við almenning á áhugaverðan hátt. Vísindavakan snýr nú aftur eftir nokkurt hlé og er von okkar að hún veki áhuga og athygli almennings jafnt sem fjölmiðla. Hér má finna nokkrar vefsíður með upplýsingum og leiðbeiningum um vísindamiðlun.

Vísindavaka er fyrst og fremst ætluð til að kynna rannsóknir og nýsköpun á lifandi hátt en ekki að vera almenn kynning á skólum, stofnunum eða fyrirtækjum. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku eða sýningarpláss á Vísindavöku.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page