top of page

Sprettir

508A4884.JPG

þriðjudagur, 9. september 2025

Sprettir

Þann 30.08 síðastliðinn opnaði myndlistarsýningin “Sprettir” í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.

Listakonurnar Jóhanna V Þórhallsdóttir og Hrönn Björnsdóttir sýna þar málverk unnin á striga og pappír.

Heiti sýningarinnar endurspeglar sköpunarferli verkanna og hvernig þau skópust af sýnilegum og ósýnilegum sprettum, krafti og takti.

Á sýningunni eru ný verk í bland við eldri, abstrakt og expressjónísk. Þetta er þriðja samsýning þeirra.

Báðar eiga að baki margar einkasýningar ásamt fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis.

Sýningin stendur til 28.09.25.

Opið er virka daga 11-17 og laugardaga 13-16

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page