top of page

Solveig Thoroddsen: Femina

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. mars 2024

Solveig Thoroddsen: Femina

Kvenleg orka yfirtekur nú Litla Gallerý með allri sinni gefandi umhyggju og næringu.

Innsetningin er samsett úr verkum sem Solveig hefur
unnið sl. ár og til dagsins í dag.

Solveig útskrifaðist með mastergráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur verið virk í faginu allar götur síðan. Hún vinnur þvert á miðla og sækir í þá efnisbrunna sem henta og fanga hugann hverju sinni. Helstu viðfangsefni hennar tengjast umhverfis- og samfélagsmálum og eru gjarna með feminískum tilvísunum.

Kvenverurnar sem prýða sýninguna eru af ýmsum toga; þekktar þjóðsagnapersónur, brjóstgóðar kynjaverur, ástsjúkar og örvæntingafullar skessur eða gyðjur. Einnig má greina sjálfsmynd eða nk. alter egó listakonunnar.

Samfélagslegar væntingar sem gerðar eru til kvenna felast m.a. í því að vera kynvera en jafnframt geta og ala börn og vera í alla staði nærandi og umhyggjusamar. Táknmyndir konu birtast m.a. bleikum og rauðum lit, brjóstum og blóði í verkunum.

Sýningaropnun verður 21. mars frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 22. mar 13:00 - 18:00
Laugardagur 23. mar 12:00 - 17:00
Sunnudagur 24. mar 14:00 - 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page