top of page

Sláttur: Samvirkar hugsanir - Suðurlandstvíæringur í Norræna Húsinu

508A4884.JPG

föstudagur, 18. nóvember 2022

Sláttur: Samvirkar hugsanir - Suðurlandstvíæringur í Norræna Húsinu

Sláttur: Samvirkar hugsanir / Cut: Collective thoughts

Suðurlandstvíæringur / South Iceland Biennale
Norræna Húsið 19.11.2022
(In english below)

Laugardaginn 19. nóvember mun hópur myndlistarfólks, hönnuða, arkitekta, tónlistar- og fræðafólks koma saman í Norræna húsinu og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá.

Þátttaka í viðburðinum er öllum opin.

Dagskráin hefst með göngu kl. 11.00 við inngang Norræna hússins og gestir eru hvattir til að klæða sig vel. Gangan veltir upp spurningum um staði og rými borgarlandslagsins og endar við Norræna húsið þar sem heit súpa verður í boði í rjóðri fyrir utan húsið.

Dagskráin heldur áfram kl. 13.30 í sal Norræna hússins. Málstofur og samræður beina sjónum að aðferðum lista og þverfaglegri nálgun listgreina til að mæta áskorunum framtíðar. Málefnin eru fjölmörg: sjálfbærni, orkunýting, alþjóðavæðing, nýsköpun, hlýnun jarðar, misskipting valds og efnahags.

Boðið verður upp á léttar veitingar og hugvekjandi samræður um hlutverk og aðferðir lista til að mæta framtíðinni.

11.00 – 13.00 Opin þátttökuganga frá Norræna Húsinu /
       Participatory walk from the Nordic House

13.00 – 13.30 Súpa í rjóðrinu fyrir utan Norræna Húsið /
       Soup in the clearing next to the Nordic House

13.30 – 14.00 Kynning á Suðurlandstvíæringi /
       Introduction to the South Iceland Biennale
       Manifesto SIB

14.00 – 16.00 Þennsla - málstofa / Expansion – Symposium

Gestir með innlegg:

Johanna Seeleman, hönnuður
Marteinn Sindri Jónsson, heimspekingur
Gudrún Havsteen-Mikkelsen, hönnuður
Óskar Örn Arnórsson, arkitekt
Moderator: Garðar Eyjólfsson

16.00 – 17.00 Salon og samræður / Salon and discussions
Suðurlandstvíæringur (South Iceland Biennale / SIB) er lifandi vettvangur lista sem skerpir sýn á tengsl fólks og náttúru á viðsjárverðum tímum. SIB þróar þverfaglega listviðburði í uppsveitum Suðurlands við hálendisbrúnina, þar sem menning og náttúra togast á. Viðburðirnir hverfast um að skapa þverfaglegt samtal listgreina og rými fyrir frjóar samræður og samvinnu. Að þessu sinni hefur sjónum verið beint að umhyggju fyrir samfélagi og umhverfi.

Bókverk um ferli tvíæringsins verður sýnt auk innsetninga sem endurspegla meðal annars upplifun listafólksins af vinnustofum í Stóra-Klofa í Landsveit. Verkefnið sótti innblástur í hugmyndafræði og vinnuferla Magnúsar Pálssonar, Steinu Vasulka.

Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði.

Verið öll velkomin til þátttöku á viðburðinum - ykkur að kostnaðarlausu.
Raddir ykkar gefa verkefninu styrk til að taka næstu skref inn í framtíðina.

https://southicelandbiennale.info/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page