top of page

Skynið fyllir vitund: Björg Eiríksdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 30. maí 2024

Skynið fyllir vitund: Björg Eiríksdóttir

Hjartanlega velkomin öll á sýningaropnun laugardaginn 1. júní klukkan 15:00 í Heimilisiðnaðarsafninu Blönduósi. Safnið er opið frá 10-17 alla daga.

"Ég er úti í náttúrunni. Ég er líkamleg vitundarvera og skynið fyllir vitundina. Mörkin milli mín og umhverfisins verða óljós og flæðandi. Ég finn fyrir tengingu við umhverfið, andrúmslofti, geislandi þráðum, tifandi rými. Kannski leið mér eins þegar ég var fóstur í móðurkviði, fljótandi um í legvatni, ekki aðskilin umhverfi mínu heldur órjúfanlegur hluti þess. Öðlast ég dýpri skilning á veru minni í vistkerfinu ef ég opna skyninu leið á þennan hátt? Ég er í náttúru, ég er náttúra."

Á sýningunni eru útsaums- vídeó- og málverk.

Björg var í MA námi við myndlistardeild háskólans í Portó veturinn 2020-21, lauk MA í listkennslu frá HA vorið 2017, myndlist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2003 og Bed frá KHÍ 1991. Hún starfar við myndlist samhliða kennslu myndlistar, hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og er þetta fimmtánda einkasýning hennar.

https://bjorgeiriksdottir.cargo.site/
https://www.instagram.com/bjorgeiriksdottir

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page