Skaftfell Myndlistarmiðstöð: Pathway Through A Sunstone - Johan F. Karlsson
föstudagur, 4. febrúar 2022
Skaftfell Myndlistarmiðstöð: Pathway Through A Sunstone - Johan F. Karlsson
Opnun 11. feb kl. 18-20 í sýningarsal Skaftfells
Listamannaspjall 12. febrúar kl. 15 (á ensku)
Opnunin er hluti af listahátiðinni List í Ljósi, og sýningin verður opin til kl. 22:00 11./12. febrúar.
Opnunartími til 12. mars:
Mán/fim/fös kl. 12-14 og 17-20,
þri/mið kl. 12-20, lau/sun kl. 17-20.
Gengið í gegnum bistróið á fyrstu hæð.
Sýningin Leið í gegnum sólarstein byggist á listrænum rannsóknum á eiginleikum, sögu og notkun íslensks silfurbergs, sem er kristall og vel þekktur fyrir framlag sitt innan ljósfræðinnar og í tengslum við tilgátur um notkun hans sem siglingartæki. Með verkunum er sett fram tilraunakennd nálgun við viðfangsefnið; þau eru innblásin af ljósinu sem er einkennandi fyrir kristallinn og tvíbrots-eiginleika hans sem skapar tvöfalda mynd, skuggamynd. Skuggamyndin gerir manni kleift að að ímynda sér aðra vídd auk þess að tengja hana hugmyndinni um „tvíhyggju“ og gefur þannig í skyn tvenns konar nærveru eða tvo staði á sama tíma. Að vissu leyti getur upplifunin um tvöfalda mynd virkjað líkamsvitund og fært manni undirvitund sem tengist veruleika sem er handan tíma og rúms og leiðir mann inn í aðra heima. Sýningin getur þannig í heild sinni verið hugsuð sem ferðalag um tvær samliggjandi leiðir þar sem við finnum sameiginleg sambönd innan hins efnislega og óefnislega, línur og yfirborð, ljós og myrkur.
Johan F Karlsson (SE) dvelur í gestavinnustofu Skaftfells í janúar og febrúar 2022 og fékk til þess styrk frá Norrænu menningargáttinni. Við dvöl sína hefur hann gert tilraunir, út frá listrænu sjónarmiði, með náttúrlegu skautunar- og tvíbrotseiginleika íslenska silfurbergsins. Með sýningunni og áframhaldandi rannsóknum er markmiðið að draga fram að mörgu leyti glataða þekkingu um það hvernig mennirnir hafa sigrast á umhverfi sínu, með því að nota forna siglingatækni sem hverfist um rýmisskynjun og afstöðu gagnvart skilyrðum ljóss.
Í myndlist sinni fæst Johan við ljósmyndun, skúlptúr- og vídeó innsetningar, rýmisinngrip og gjörninga. Hann vinnur oft með rýmistengd verk sem lúta að tíma og rúmi, t.d. skilyrð ljóss og áhrif þess á skynjun mannsins á tíma og rúm og getu líkamans til að öðlast skilning gegnum skynjun á umhverfiþáttum, eins og ljósi, hita og hljóði. Í list sinn leggur Johan m.a. áherslu á hugboð um nærveru og skynjun rýmis í tengslum við hvernig við staðsetjum okkur. Þetta felur í sér rannsókn á mismunandi leiðsögutækni, átök mannsins við að öðlast betri þekkingu, sérstaklega við kortagerð og könnun, og hið andstæða: að treysta á hið óþekkta og möguleika þess. Listrænt séð, er markmið Johans að rannsaka aðferðir til að einfalda, sérstaklega í tengslum við smækkun efnis, hverfult eða „óefnisleg“ fyrirbæri eins og ljós/skugga, og jafnvel það sem gæti kallast ekkert. Þetta felur oft í sér að skapa landslag í sínum víðasta skilningi.
Johan F Karlsson (f. 1984) býr og starfar í Malmö, Svíþjóð. Hann hlaut BA gráðu í menningu og listum frá Novia University of Applied Sciences í Pietarsaari, Finnlandi, og MA gráðu í ljósmyndun frá Aalto University í Helsinki, Finnlandi. Johan hefur sýnt víða og tekið bæði þátt í samsýningum og einkasýningum í Svíþjóð, Finnlandi og Sviss, t.d. Gallery CC í Malmö, Gallery Huuto í Helsinki, the Photographic Center Peri í Turku (FI), the Northern Photographic Center í Oulu (FI) og Erfrischungsraum í Lucerne (CH).
Texti: Johan F Karlsson
Sýningarstjóri: Julia Martin
https://skaftfell.is/johan-f-karlsson-leid-i-gegnum-solarstein/
________________________________________________________________________________________________________
Opening on Feb 11, 18-20:00, Skaftfell gallery
Artist talk on February 12, 15:00 (in English)
The opening takes place in partnership with List í Ljósi art festival, and the gallery will be open until 22:00 on February 11 and 12.
Opening times until March 12:
Mon/Thu/Fri 12-14 and 17-20:00,
Tue/Wed 12-20:00, Sat-Sun 17-20:00.
Entry through the Bistro on the ground floor.
The exhibition Pathway Through A Sunstone is based on Johan F Karlsson’s artistic research on the properties, history, and use of Iceland spar, a crystalline mineral that is well known for its contributions to optic science and for its speculative role in navigation. The artworks present an experimental approach to the subject matter; they are inspired by the crystal’s light attributes and its capacity of creating a double image, a ghost image. This ghost image can be linked to the imagination of a different dimension and ideas of 'twoness‘, implying two presents or two locations at once. To a certain degree, the experience of the double image can activate a bodily knowledge and bring forward a hidden consciousness that is linked to a reality beyond actual time and space, and that leads one to alternative worlds. The exhibition can thus altogether be thought of as a journey through a pathway that is split into two – into parallel paths, where we find mutual relationships in the material and the immaterial, in lines and surfaces, light and darkness.
Johan F Karlsson (SE) has been artist in residence at Skaftfell in January and February 2022, supported by a grant from Nordic Culture Point. During his time here he has, from an artistic perspective, experimented with the Iceland spar’s natural polarizing properties and its capacity for creating a double refraction. The ongoing research and this exhibition aim to bring forth a mostly forgotten knowledge about how humans have negotiated with their surroundings, using ancient navigation methods that circle around spatial perceptions and aspects of presence in regard to light actualities.
Johan’s artistic practice includes photography, sculptural and video installations, interventions in space, and performances. He often works site-specifically in regard to spatial and spatio-temporal aspects, e.g. exploring light actualities and their influence on human cognition of time and space, or the body’s ability to gain knowledge through the perception of its surroundings, such as through lighting, temperature or sounds. He is specifically interested in the notion of presence and perception of space in relation to how we orient ourselves. This includes the exploration of different navigational techniques, and observes the human strife for knowledge, especially through mapping and searching, and its counterpart: trust in the unknown and its potentialities. Aesthetically, Karlsson aims to investigate methods of reduction, particularly in terms of reduced material, ephemeral or ‘immaterial’ components like light/shadow, and even in terms of a so-called nothingness. This often involves creating landscapes in the broadest sense.
Johan F Karlsson (b. 1984) lives and works in Malmö, Sweden. He holds a BA in Culture and Arts from Novia University of Applied Sciences in Pietarsaari, Finland, and a MA in Photography from Aalto University in Helsinki, Finland. Johan has exhibited in various group and solo shows in Sweden, Finland, and Switzerland, e.g. Gallery CC in Malmö, Gallery Huuto in Helsinki, the Photographic Center Peri in Turku (FI), the Northern Photographic Center in Oulu (FI), and Erfrischungsraum in Lucerne (CH).
Text: Johan F Karlsson
Curated by Julia Martin
https://skaftfell.is/en/johan-f-karlsson-pathway-through-a-sunstone/