Sjóminjasafn Reykjavíkur: Ljósbrot í hafinu -Vatnslitasmiðja
föstudagur, 1. apríl 2022
Sjóminjasafn Reykjavíkur: Ljósbrot í hafinu -Vatnslitasmiðja
Ljósbrot í hafinu er yfirskrift vatnslitasmiðju sem fram fer í Sjóminjasafninu í Reykjavík 3. apríl n.k. kl. 14-15. Smiðjan er ætluð börnum og fjölskyldum þeirra.
ATH: Frítt er inn á viðburðinn en skráning fer fram hér:
https://www.eventbrite.com/e/vatnslitasmija-ljosbrot-i-hafinu-tickets-310374477417?fbclid=IwAR3VKGxcEsRWqbUh2eP2h9hiPfXsmZ7Pcf4pjDjSyZRtRGcK3pHwpgKfjOA
Þegar að sólin skín á vatnið myndast regnbogi. Í góðu veðri má sjá slíkan regnboga fljóta ofan á hafinu. Ólík öfl mætast og til verður töfrandi augnablik. Í smiðjunni leitum við að álíka birtingum á blaðinu, þar sem vatnið mætir efninu á rökum fleti. Rauður, gulur og blár geta skapað nánast hvað sem er þegar pensill og málning er við hönd. Vorið og hafið veitir okkur innblástur í sköpun okkar og við blöndum einstaka liti út frá grunnlitunum.
Í lok smiðjunnar taka börnin síðan listaverkin með sér heim. Þátttaka er ókeypis og allur efniviður er á staðnum.
Myndlistarkonan Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir sér um smiðjuna. Hún lauk B.A námi í myndlist árið 2015 frá Listaháskóla Íslands. Síðan þá hefur hún tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi sem og víða utan landsteinana. Andrea starfar í dag sem myndlistarkona á sinni eigin vinnustofu og einnig sem kennari við Myndlistarskólann í Reykjavík.
https://www.facebook.com/events/3954903134733984