top of page

Sjóminjasafn Reykjavíkur: Fjörufjársjóður um helgina

508A4884.JPG

föstudagur, 18. mars 2022

Sjóminjasafn Reykjavíkur: Fjörufjársjóður um helgina

Fjörufjársjóður er yfirskrift skemmtilegrar og skapandi fjölskyldusmiðju sem fram fer í Sjóminjasafninu í Reykjavík sunnudaginn 20. mars kl. 14-15. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin. Gott er að skrá sig fyrirfram til að tryggja sér pláss. Skráning fer fram hér: https://bit.ly/3wd0TfA

Þátttakendur skoða skeljar, steina og ýmislegt fallegt sem finnst í fjörunni og sjórinn færir upp á land. Í framhaldinu verða sköpuð listaverk með mótunarleir og fjörugulli sem börnin taka síðan með sér heim. Björk Viggósdóttir, myndlistarkona og kennari leiðir smiðjuna. Allt efni til listsköpunar er á staðnum.

Björk lauk B.A námi í myndlist árið 2006 frá Listaháskóla Íslands og meistaranám í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands og nám í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands. Hún starfar við myndlist og einnig sem listkennari við Myndlistarskólann í Reykjavík. Þá hefur hún haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og víða erlendis. Fjörufjársjóður er hluti af viðburðaröðinni

Fjölskylduhelgar sem er á dagskrá Sjóminjasafnsins og Landnámssýningarinnar til skiptis. En þar er fjölskyldum boðið að taka þátt í allskonar skapandi, notalegar og oft ævintýralegar smiðjur.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page