top of page

Sirra Sigrún Sigurðardóttir: Almanak í Portfolio Gallerí

508A4884.JPG

fimmtudagur, 7. september 2023

Sirra Sigrún Sigurðardóttir: Almanak í Portfolio Gallerí

Verið velkomin á opnun sýningar Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur, Almanak, laugardaginn 9. september frá kl 16:00 - 18:00.

Verk Sirru eru kosmísk í eðli sínu og tengjast gjarnan inn á vangaveltur um stöðu okkar inni í gangverki náttúrunnar, eðlisfræðinnar og þeirra afla sem halda heiminum gangandi. Þau framkalla oft stöðu okkar sem einstaklinga, vægi okkar og smæð þar sem hið smáa er sett í samhengi við það stærra og merking er yfirfærð frá einu fyrirbæri yfir á annað ​​svo úr verður ný skynjun, ný sýn.

Sýningin Almanak stendur opin til 2. október. Opnunartímar gallerísins eru fimmtudagar til sunnudagar milli 14:00 og 18:00

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page