top of page

Sigrún Harðardóttir Permutation(s) / Umbreytingar

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. mars 2024

Sigrún Harðardóttir Permutation(s) / Umbreytingar

Þriðjudaginn 19 mars opnar sýning Sigrúnar Harðardóttur Permutation(s) /
Umbreytingar í Vasulka Kitchen, Brno,Tékklandi. Sýningin stendur til 2. júní 2024.

Sigrún sýnir gagnvirka video / skúlptúr / hljóðfæra innsetningsverkið Permutation(s) /
Umbreytingar frá 2024 ásamt verkinu Selfpotrait frá 1985.

Sigrún hefur um árabil unnið með þemað Gaia og skyldleika milli mannlegrar
tjáningar og náttúruafla. Á sýningunni Permutation(s) sýnir Sigrún margmiðlunar
innsetningsverk sem tengir íslenska náttúru við Brno og nærliggjandi skóga sem hún
kannaði haustið 2023.

Permutation(s) er gagnvirk margmiðlunar innsetningsverk hugsað sem samtal milli
þessara tveggja andstæðu heima - annarsvegar Brno, annasamrar mið-evrópskrar
sögulegrar borgar sem staðsett er í hjarta Suður - Moraviu, gróðursælu landi með
fjölbreyttu gróður- og dýralífi og hins vegar Íslandi, landi eldfjalla, fossa, jarðhita,
umkringt sjó. Innsetningin varpar fram röð spurninga um huglæga upplifun af
veruleika á móti almennum skilningi á landslagi, náttúru og tækni.

Sigrún tilheyrir fyrstu kynslóð listamanna sem gerðu tilraunir með vídeómiðilinn en
hún vinnur einnig í hefðbundna miðla málverks, skúlptúrs, grafík og síðustu 20 ár
hefur hún einnig leitast við að gefa áhorfandanum aðgagn að sköpunarferlinu í formi
gagnvirkra innsetningsverka og með hjálp skynjaratækni getur áhorfandinn því stýrt
upplifun sinni af verkinu.

Sigrún Harðardóttir (f. 1954) nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1978 - 1982, framhaldsnám í myndlist við Rijksakademie van Beeldende Kunsten í
Amsterdam 1982 - 1986 og margmiðlunarhönnun með áherslu á gagnvirkar
innsetningar við UQAM háskólann í Montreal 2000 - 2005.

Sigrún hefur tekið þátt í sýningum, bæði einka- og samsýningum, víða um heim og
verk eftir hana eru í eigu bæði einka og opinberra safna, svo sem Listasafns Íslands,
Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Kópavogs, Listasafns Árnesinga, Lima í Hollandi,
Ordigraphe í Montreal Kanada og einkasafns Antonio og Janina Manchini í Toronto
Kanada. Þá eru nokkur vídeóverka hennar í dreifingu hjá Femlink og hjá 700.is.

www.sigrunhardar.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page