sigríður björnsdóttir sýnir fótógrömm

fimmtudagur, 3. júlí 2025
sigríður björnsdóttir sýnir fótógrömm
Sigríður Björnsdóttir sýnir fótógrömm á mokka-kaffi frá 3. júlí til 13. ágúst. Opnun 3. júlí frá kl. 16 til 18
Myndlistarkonan og listmeðferðafræðingurinn Sigríður Björnsdóttir synir fótógrömm frá árinu 1959. Verkin eru unnin með fótógramtækni - ljosmyndaaðferð þar sem ekki er notast við myndavél, heldur eru form eða hlutir lagðir á ljósnæman pappír og ljósi varpað á þá í stuttan tíma. Við þetta myndast dökkir fletir á ljósum grunni.
Sigriður hélt sína fyrstu einkasýningu á Mokka-Kaffi árið 1967 0g hefur síðan þá sýnt viða, bæỗi innanlands og erlendis.
Árið 2020 kom út veglegt yfirlitsrit um myndlistarsköpun hennar á tímabilin 1950-2019, og árið 2023 var gefin út bókin Art Can Heal, sem fjallar um ævistarf hennar sem listmeðferðafræðings. Árið 2024 kom út bókin Dieter Roth in My Life - Memories, þar sem hún deilir persónulegum minningum frá hjónabandi sínu með listamanninum Dieter Roth.
Verkin eru til sölu, verk 1-20 kosta 290.000 ISK. verk 21 kostar 390.000 ISK.