top of page

Sigga Björg og Mikael Lind í Vilnius - listamannaspjall og tónleikar

508A4884.JPG

þriðjudagur, 13. júní 2023

Sigga Björg og Mikael Lind í Vilnius - listamannaspjall og tónleikar

Næstkomandi þriðjudag, 13.júní, verðum við Mikael Lind með lokahóf, listamannaspjall og tónleika í Konsulato Galerija í Vilnius.

Við munum spjalla um samstarfsverk okkar, vídeó/hljóð innsetningar og sérstaklega um verkið Inverse, sem er sýnt á þessari sýningu. Verkið var áður sýnt í Gunnfríðargryfju í Ásmundarsal fyrr á árinu.

Viðburðurinn er styrktur af Nordic Culture Point og markar sýningarlok sýningar Siggu Bjargar Tales From Elsewhere sem opnaði 27.mars 2023.

Konsulato Galerija er nýtt sýningarrými í Vilnius þar sem fókus verður á að kynna íslenska myndlistarmenn. Verkefnið er samstarf konsúls íslands í Vilnius. Hr.Dalius Radis og sendiráðs íslands í Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Sýningastjóri verkefnisins er Ásthildur Jónsdóttir.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page